Málţing Möllu á morgun og Guđfríđur Lilja á sunnudagskvöldiđ

Stefnir í ótrúlega vinstri grćna kvennahelgi. Á morgun ćtla ég ađ kíkja á málţing á Akureyri sem VG heldur til heiđurs Málmfríđi vinkonu minni og stórstjörnu úr kvennabaráttunni og VG veröldinni, auk margra annarra afreka hennar á lífsleiđinni. Málmfríđur er ein allra skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst, eftir fyrstu kosningarnar sem Kvennalistinn tók ţátt í, sátum viđ nćturlangt ásamt fleiri kvennalistakonum á Selfossi og sungum saman íslensk sönglög milli ţess sem viđ rifjuđum upp svona 50-100 uppáhalds ljóđin okkar. Ég varđ uppnumin af ţví ađ kynnast ţessari skemmtilegu konu ţá og er enn ţakklát fyrir ađ leiđir okkar lágu saman gegnum kvennabaráttuna.

Síđar vorum viđ saman á ţingi um hríđ og fyrsta haustiđ mitt fórum viđ einmitt um kjördćmiđ hennar, ţar sem hún ţekkti alla og ég meira ađ segja suma, enda alin upp annars vegar međ mömmu og fóstra mínum á kúasýningum og hins vegar međ pabba og stjúpu minni á Seyđisfirđi, en leiđin lá einmitt um núverandi Norđausturkjördćmi. Gleymi aldrei deginum ţegar viđ keyrđum frá Ţorshöfn um Melrakkasléttu međ viđkomu á Raufarhöfn, sáum heim til Oddstađa, ţar sem ćttbálkur vinkonu minnar hefur ađsetur á sumrin, hittum síđan Pétur skólastjóra á Kópaskeri sem var međ hörkusamstarf norrćnna skóla gegnum tölvusamskipti og smitađi mig af eldmóđi sínum, en í ljósi ţess ađ ţetta var haustiđ 1989 (!) ţá var ţađ auđvitađ rosalegt ađ skipuleggja internetsamskipti án internets, en Pétur kallađi barniđ sitt Imbu. Ţeir sem vilja vita meira geta fundiđ ţađ á ţessum link (innsetning linka er óvirk, ţannig ađ hér er slóđin): http://www.ismennt.is/main.asp?id=1&uid=1 Málmfríđur var án efa ein af ţeim sem hvatti Pétur hvađ mest áfram í ţessu frábćra starfi. 

En alla vega, dagurinn var ekki hálfnađur,  viđtalstími á Húsavík, sýna mér Ásbyrgi, smá heimsókn heim í Reykjadalinn og svo var brunađ á Akureyri ţví ţar var fundur kl. 21. Malla hvatti mig áfram á bílaleigu-Subaru-num eins og stađan klár, en einhvern veginn hafđist ţetta. Mikiđ óskaplega var ţetta skemmtileg ferđ og allir sem Malla ţekkti á leiđinni, allt sem hún vildi sýna mér, gerđi ferđina ógleymanlega og í leiđinni vorum viđ auđvitađ líka ađ sinna kvennapólitíkinni. Ég hlakka til ađ fara á málţingiđ á morgun, húrra VG ađ standa fyrir ţví.

Meira seinna um sunnudagskvöldiđ, en ţá verđur Guđfríđur Lilja gestgjafi fyrir VG konurnar í Kraganum (kl. 20 í Hamraborg 1) og ég hlakka mikiđ til ţess kvölds. Ţađ er svo indćlt ađ sjá allar ţessar snilldarkonur koma til liđs viđ VG, fyrr og nú. Meira um ţađ seinna.  

VGkonur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

anno fékk ég úthlutađ hjá Pétri Ţorsteinssyni og ţađ var áriđ 1990. Eins og sést hér á blogginu mínu ţykir mér svo vćnt um ţađ ađ ég skil ţađ helst aldrei viđ mig  Pétur kom til mín í heimsókn ţar sem ég bjó á Vopnafirđi og tengdi mig viđ Imbuna sína, ţađan sem ég síđan leiđsagđi KHÍ-nema međ lokaverkefniđ sitt. Fyrsta fjarleiđsögn í kennaranámi á Íslandi gegnum netiđ sem ég veit um. Og auđvitađ var ţađ meistari Pétur sem gerđi ţađ mögulegt. Hann er Frumkvöđullinn međ stóra F-inu í netmálum á Íslandi. Og hann bjó á Kópaskeri , bćđi stórskemmtileg stađreynd og vel viđ hćfi  

Anna Ólafsdóttir (anno) 28.4.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Viđ Malla náđum ađ rifja upp ferđina til Péturs og allra hinna í dag og hún var einmitt ađ minna mig á hvađ ţađ var ótrúlegt hve margir litu framhjá ţví merkilega starfi sem hann var ađ vinna. Fyrir mig var ţessi ferđ hrein hugljómun og mikilvćgur liđur í ţví sem ég seinna tók mér fyrir hendur í hugbúnađarbransanum, ţannig ađ fingraför hans liggja greinilega víđa, og auđvitađ var stór hópur líka sem kunni ađ meta hann, sem betur fer. Heppin ađ hafa fengiđ ţetta fína nafn. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.4.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Frétti einhvern tíma ađ úti í heimi vćri hald fólks ađ Kópasker vćri nćst á eftir Reykjavík í stćrđ vegna lénsins @kopasker.is netfanganna. Síđar hét ţađ Ísmennt - ég fékk "ingo" hjá Pétri, líklega 1993, og ég náttúrlega held ţví ţar sem ég get. Gaman ađ hitta ţig í Amtinu í gćr

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.4.2007 kl. 15:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband