Hinar kosningarnar: Blúsinn er bestur

Sit og spjalla á msn, hálf furðulegt dæmi. Er með samnorræna kjaftaþáttinn um Eurovision í bakgrunni, að spjalla á msn til Ungverjalands og dóttir mín sem situr þar, er að hlusta á þáttinn í tölvunni, en er líklega svona hálfum þætti á eftir mér. Þannig að þegar ég raknkaði allt í einu við mér í miðri veisluskipulagningu, og heyrði þetta líka snilldar blúslag (í Eurovison!!!!) þá var hún auðvitað ekki með á nótunum. En þetta var sem sagt ungverska framlagið. Kjósum Ungverjaland (af því við getum ekki kosið Eirík sjálfan).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skellum okkur til Ungverjalands til að kjósa "Eirík sjálfan"!

HG 27.4.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hanna er búin að virkja alla Svíana í bekknum og þeir ætla að láta alla vinina kjósa Ísland, en ég kýs sko ungversku blússöngkonuna, hún er bara flott.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.4.2007 kl. 22:26

3 identicon

Ég ætla ekki að lýsa því hvað ég er hamingjusöm að heyra alvöru blúslag í Júróvision. Ungverjaland fær mitt atkvæði - ekki spurning! Eina sem fór í pirrurnar á mér var þetta rifrildi í myndbandinu, eiginlega nokkuð ofbeldisfullt og þar að auki sýnt afturábak  En langbesta lagið það sem af er

Anna Ólafsdóttir (anno) 28.4.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held ég sé heppin að hlusta á sjónvarp meira en ég horfi, blúsinn naut sín enn betur þannig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.4.2007 kl. 23:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband