Verðmæti felast í góðum hugmyndum, góðri úrvinnslu og þekkingu - ekki nýjum álverum

Hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi hafa sum hver náð mjög góðum árangri en búa mörg hver við erfið starfsskilyrði. Það er eins og ráðamönnum hafi enn ekki skilist hvað er að skila mestum arði nú orðið og jafnframt hvar breyttar áherslur í rekstri fyrirtækja eru hvað blómlegastar, með aukinni þátttöku starfsfólks og sveigjanlegra vinnufyrirkomulagi, og hreinlega skemmtilegri vinnustöðum. Það er alveg tímabært að fara að hugsa upp á nýtt hver framtíðin á að vera í atvinnumálum hér á landi og byrja kannski að því að hlúa betur að sportafyrirtækjunum okkar, sum eiga góðan vöxt fyrir höndum með góðu atlæti.
mbl.is Google orðið verðmætasta vörumerki heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn er innilega sammála, eins og hann benti á hér í umfjöllun sinni um "hátæknilandið" Ísland.  Stjórnvöld eru leynt og ljóst að hrekja hugvitsfyrirtækinúr landi - eru þeir hræddir við það sem þeir skilja ekki?

Púkinn, 23.4.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já rétt, en spurning hvaða flokkur er tilbúinn að taka þetta upp á arma sína?

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.4.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég get lofað því að þessi umræða er í fullum gangi hjá VG og þar munu þessar áherslur fá brautargengi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.4.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Einar Örn Gíslason

Hverjar eru þessar áherslur?

Einar Örn Gíslason, 23.4.2007 kl. 21:35

5 identicon

Sæl Anna,

Takk fyrir góða pistla - ég er hjartanlega sammála þér varðandi hugvitið og fjölbreytt atvinnulíf með sprotafyrirtæki í fararbroddi.

Bestu kveðjur,

Guðfríður Lilja

Guðfríður Lilja 23.4.2007 kl. 22:10

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Auðvelt að svara þeim sem spyr hverjar áherslurnar eru. Í stuttri og hnitmiðaðri kosningastefnuskrá VG er þetta eitt af stóru málunum eins og lesa má úr þessari setningu: ,,Frumkvæði einstaklinga og sköpunarkraftur þarf að njóta sín. Sköpum hagstæðari rekstrarskilyrði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Byggjum upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt og eflum samkeppnissjóði." - Við þetta gæti ég bætt heilmörgu því fjölskyldumeðlimir hafa sérstaklega verið þátttakendur í þessari umræðu innan VG og þar er jarðvegurinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.4.2007 kl. 23:21

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hefur það ekki verið þannig hjá álverinu í Hafnarfirði að þar hafa margar góðar hugmyndir orðið til, góð úrvinnsla á framleiðslunni, og mikil þekking orðið til?

Birgir Þór Bragason, 24.4.2007 kl. 07:32

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held einmitt að það sem Birgir segir: Góðar hugmyndir sé lykilatriðið, og ég efast ekki um að góðar hugmyndir verða til alls staðar. En það er mergurinn málsins, það er hugvitið sem við eigum að leggja rækt við, fyrst og fremst, ekki að eyða náttúruauðlindum í þungaiðnað og frumvinnslu í því gríðarlega magni sem stefna stjórnvalda hefur leitt okkur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 10:30

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo hjartanlega sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 16:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband