Þvingaðir til samvinnu - en vonum það besta

Varla fer á milli mála að Paisley og Adams hafa verið þvingaðir til samvinnu, ella átti stjórn málefna Norður-Írlands að flytjast aftur til London. Merkilegt verður að fylgjast með þessum suðupotti sem er svona nálægt okkur, þar sem trúarbrögð og lífskjör hafa skipt fólki í andstæðar fylkingar. Það vill oft gleymast að trúardeilur milli kristinna hafa ekkert síður orðið illvígar en á milli fylkinga innan annarra trúarbragða, svo sem Islam. Hvað þá á milli trúarbragða. Sorglegt að það sem á að veita fólki styrk og vera siðferðileg fyrirmynd skuli taka þessa birtingarmynd, aftur og aftur og aftur ...
mbl.is Heimastjórn tekur við völdum á Norður-Írlandi 8. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband