Suðureyri við Súgandafjörð í gær

Einn af örfáum bæjum á Íslandi sem ég hafði ekki heimsótt, fyrr en í gær, er Suðureyri við Súgandafjörð. Við Nína systir hoppuðum upp í strætó við Pollinn á Ísafirði og fórum í gegnum göngin góðu og síðan út með löngum Súgandafirði þar til Suðureyri blasti við. Þar röltum við um, fengum okkur frábært kaffi á kaffihúsinu (með húmorískum uppeldisskilaboðum á vegg) og kíktum á handverk.

 2013-08-16_16_07_38.jpg

 Besta útsýnið var auðvitað á hæstu götunni svo við röltum hana nánast út á enda.

2013-08-16_17_00_51.jpg 

Þótt liðið sé á sumar virðist enn nokkuð mikið um ferðalanga í bænum, bæði erlenda og súgfirska sem voru að pakka saman eftir ferðalög annars staðar um landið. Glaðlegt yfirbragð mætti okkur alls staðar en þarna fjölgar víst fólki nú og smábátaútgerðin blómstrar og fiskvinnslan virðist ganga út að nýta sem mest og best þann afla sem kemur að landi.

 2013-08-16_16_57_45.jpg

Þótt verið sé að gera fjölmörg hús upp með miklum myndarbrag var þó eitt hálfrifið sem vakti sérstaka athygli mína, ég safna nefnilega myndum af bleikum húsum, en þetta var bleikt að innan!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband