Sundurlyndi, samviska eða sópað undir teppið

Við vinstra fólk erum vön því að fá skammir fyrir sundurlyndi. Oft er þetta svokallaða sundurlyndi ekkert annað en það að fólk er reiðubúið að hlýða samvisku sinni frekar en sýna af sér hjarðhegðun. Á hægri vængnum er þessi samlynda breiðfylking ofurhamingjusöm, meðan við deilum innbyrðis. Þetta er klissjan. Mér finnst þetta alltaf lykta af því að við eigum að vera eins og góðborgarafjölskyldan, sem sópar öllum vandræðum undir teppið og kemur brosandi eins og amerísk draumafjölskylda fram opinberlega. Glansmyndin er síðan stundum afhjúpuð í æviminningum vansælla barna sem hafa eytt formúum í sálfræðinga eftir allt yfirklórið. Geng kannski ekki svo langt að benda á kvikmyndina Festen eftir Thomas Winterberg og samnefnt sviðsverk, en svona næstum því ... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband