Til varnar heiðarlegum heimilisköttum

Ég get ekki lengur orða bundist yfir þeim ranghugmyndum sem hafa heyrst að undanförnu um heiðarlega heimilisketti. Í framhalda af umræðunni um að köttum verði ekki smalað hefur köttum að ósekju verið skipt upp í værðarlega heimilisketti annars vegar og villiketti hins vegar og það gefið í skyn að heimilisköttum sé hægt að smala.

Þetta lýsir miklu þekkingarleysi á heimilisköttum. Allir sem til þeirra þekkja vita að þeim er ekki hægt að smala. Það er hægt að laða þá að sér með ljúfu viðmóti og þá á þeirra forsendum og með því að ganga að ákveðnum kröfum þeirra. Ég hef mikla reynslu af samskiptum við heimilisketti og hef aldrei séð þeim smalað, ekki einu sinni tveimur í hóp, hvað þá fleirum. Um villiketti þarf ekki að fjölyrða, flestir eru þeir hvekktir af samskiptum við menn sem hafa sýnt þeim illt viðmót og það þarf mikið til að vinna traust þeirra, en það er stundum hægt, sé vilji og þolinmæði til staðar. 

Hitt er svo annað að til eru hjarðdýr, helst veit ég af sauðfé og einhverjir hópar fólks fylgja líka sínum forystusauðum hvort sem það er hyggilegt eður ei. 

Og er þá leiðréttingu komið á framfæri. 

CIMG3002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband