VEGFERĐIN til ESB og brauđmolarnir

Ţađ hefur líklegast ekki fariđ framhjá neinum ađ viđ Íslendingar höfum hafiđ vegferđ ađildarviđrćđna (sem er dulnefni fyrir ađlögun) ađ ESB.

Erum viđ lögđ af stađ fram og aftur um blindgötuna eins og Megas forđum og vitum ekki ađ blindgatan er ESB?

Var okkur hent upp í lest og ráđum ekki hvort eđa hvenćr viđ komumst út úr henni?

Erum viđ í sporum Hans og Grétu ţegar ţau voru međ steinvölur í vasanum og gátu rakiđ leiđ sína heim úr skóginum?

Eđa erum viđ í sporum ţeirra ţegar ţau létu brauđmolana detta úr vösum sínum og ćtluđu ađ rekja slóđina aftur heim, en ţá voru fuglarnir búnir ađ éta ţá?

Hrćdd er ég um ađ ţessi vegferđ sé eins og síđastnefnda leiđin, alla vega eru brauđmolarnir til stađar, ţessir reyndar í bođi ESB (sem óttast líklega steinvölurnar og fćrđu ţví Hans og Grétu nóg af brauđmolum) sem er örlátt á ţá ótal mola sem falla af borđum ţess til handa ótrúlegustu hópa sem eru ,,vćnađir og dćnađir" í sölum sambandsins. 

Ţessar vangaveltur eru ađ fćđast í huga mér hér og nú og ef til vill fylgi ég ţeim eftir í nćstu bloggpistlum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband