Taka höndum saman strax

Áherslurnar í stjórnmálum eru um stundarsakir að breytast og raunveruleg viðfangsefni mögulega að hafa forgang, ekki allt of tímafrekt kjaftæði um það sem bara veldur ágreiningi, svo sem ESB og valdabaráttu einstaklinga. Ég er auðvitað skíthrædd um að annað en umhyggja fyrir heimilum ráði för einhverra, svo sem þörf og vilji til að koma höggi á ríkisstjórnina. Núna er hreinlega ekki hægt að sóa tíma í neina vitleysu, allir þurfa að taka höndum saman ef ekki á að verða uppreisn réttlátrar reiði þeirra sem hafa farið illa út úr kreppunni. Vonandi eru teikn á lofti um að alvöru umræða sé í gangi meðal allra sem koma þurfa að um raunverulegar aðgerðir sem gagnast sem allra flestum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband