Veðurblíða og vitleysa

Veðurblíðan þessa dagana og fyrr í sumar reyndar líka er alveg einstök og afskaplega vel þegin. Fyrir fólk eins og mig, sem hefur aldrei alveg áttað sig á hvort það er hundkristið eða heldur heiðið, þá brýst þakklætið út í mikilli þörf fyrir að þakka einhverju almætti fyrir almennilegheitin, hvort sem það eru veðurguðirnir eða hinn eini sanni guð. Hreinskilnislega sagt, þá bara veit ég það ekki. En þakka samt.

Vitleysan er hins vegar sú að fyrir réttu ári var samþykkt að ganga til aðildarviðræða við ESB fyrir hönd sumra Íslendinga. Oft hef ég hugsað um gamla brandarann þegar einhver sagði alveg rasandi kringum EES-málið: Er ekki bara hægt að láta Jón Baldvin fá einstaklingsaðild að ESB? Það ár sem liðið er síðan þessi umdeilda - og að mínu mati afskaplega vonda - ákvörðun var tekin hefur sýnt svo ekki er um að villast að þetta var ekki gert í þágu almennings, kostnaður, umfang og fyrirhöfn, auk ólíðandi tímasóunar, er á kostnað annarra og miklu betri verka. Mig svíður í vinstri græna hjartað að þetta skuli hafa gerst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband