Þol fyrir stórtíðindum?

Merkilegt hvað það skiptir mismiklu máli að byggja upp þol fyrir stórtíðindum. Stundum getur þol verið nauðsynlegt, eins og þegar flugumferð liggur niðri dögum saman og einhver í fjölskyldunni þarf nauðsynlega að komast leiðar sinnar um loftin blá. Jafnvel þegar slíkt gildir um þann sem er að byggja upp jafnaðargeðið sjálfur.

Í öðrum tilfellum getur beinlínis verið skaðlegt að byggja upp þol fyrir stórtíðindum og það tel ég að eigi við þegar litið er á skýrsluna góðu og efni hennar. Skýrsluna sem leikararnir í Borgarleikhúsinu lásu svo ógleymanlega og þó ótrúlega hlutlaust. En þó fyrst og fremst skýrsluna sem var unnin af einlægni og heiðarleika, jafnvel ákveðnum eldmóði í þágu réttlætisins. Það má vel vera að í henni finnst villa, en allt hitt, sem kórrétt er, er svo miklu, miklu mikilvægara. Hef hlustað, fylgst með, lesið sumt sjálf og á endanum verður þetta allt of þunga (í kílóum talið) verk mögulega jafn mikið lesið og Litli prinsinn og ljóðabækurnar mínar góðu. Ég er ekki að grínast, mér finnst fróðlegt að fá að vita hvernig þetta gat og getur gerst, í smáatriðum. Þess vegna endaði ég með að kaupa eintak af skýrslunni góðu, þótt netútgáfan hafi margar kosti, m.a. möguleika á orðaleit innan hvers kafla fyrir sig (þægilegast) þá er bara svo ljómandi gott að grípa í þetta verk stund og stund. 

Svo vonandi nýtist þol-kvótinn á réttum stöðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband