Síki, mannlíf og gömul hús

Í ţessari viku kom ég í fyrsta sinn til Írlands, í snöggri ferđ til Dublin. Ţađ er ađ vísu alveg stórundarlegt, hef bara ekki átt erindi ţangađ. Ţegar menntaskólaárgangurinn minn fór í fyrsta sinn í fimmta bekkjarferđ til útlanda var ţađ til Írlands. Í ţá ferđ fór ég ekki, bćđi vegna blankheita og líka vegna ţess ađ ég hafđi dvaliđ í Englandi í hálft ár áriđ á undan. Á ţeim árum útilokađi svoleiđis lagađ nánast ađ rápa meira nćsta ár. Nú er ég komin á ţann aldur ađ geta leyft mér ađ minnka vinnu, eđa alla vega ađ gera hana sveigjanlegri en áđur, og stökkva jafnvel á virkum dögum á nothćf tilbođ út í bláinn og nćstum án erindis. Ţess vegna var ég allt í einu komin til Dublin. Á heimleiđinni heyrđi ég í kring um mig ávćning af ţví hvađ ađrir Íslendingar höfđu veriđ ađ gera á Írlandi og áttađi mig allt í einu á ţví ađ ég er ekkert ađ sćkjast eftir ţví sama og margir ađrir í svona ferđum, sem er auđvitađ besta mál. Fer ekki á víkingasöfn, krár, í bjór- eđa viskíverksmiđjur, á leiksýningar (ţađ geri ég reyndar í London) né söfn og gallerí, nema ég viti af einhverju sérstöku sem ég ,,verđ" ađ sjá. Og mér finnst ekkert gaman ađ fara í búđir, er venjulega fljót ađ afgreiđa ţađ sem ég ćtla ađ kaupa (guđ blessi Google frćnda) í ţeim búđum sem selja ţađ sem mig vantar/langar í og get fengiđ handa mér eđa öđrum. 

Allt frá ţví ég fór ein til Kaupmannahafnar 1967, ţá fimmtán ára, bjó í London 1970, rápađi um Evrópu, mest austanverđa, 1974 og fram til ţessa dags ţá gerist nokkurn veginn ţađ sama ţegar ég kem til nýrrar eđa kunnuglegrar borgar. Ég rölti af stađ, hoppa upp í strćtó, finn falleg hverfi (alltaf kostur ađ sjá falleg hús og flest gömul) og bara geng um, skođa mannlífiđ, best finnst mér ađ finna vatn og ţá gjarnan síki. Ţar er oft skemmtilegasta umhverfiđ og mest ađ gerast. Datt auđvitađ í lukkupottinn Hamborgaráriđ mitt, 2015, sem var alls ekki heilt ár, en ţar er Alster-vatn og ótal síki auk hafnarsvćđisins og fallegum slóđum međfram Elbe. Nokkrar myndir úr nýjustu ferđinni minni svona í lokin. IMG_2177 (2) 

IMG_2184 (2)IMG_2188 (2)IMG_2194 (2)IMG_2462 (2)IMG_2470 (2)


Bloggfćrslur 12. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband